
Viðburðaþjónusta

Viðburðirnir þínir eiga skilið það allra besta
Sama hvort um er að ræða tónleika, vörukynningu, fundi, árshátíðir og önnur mannamót þá þarf réttu græjurnar til að gestir njóti sín.
Þetta gætu verið hljóðkerfi, ljós, skjávarpar, LED skjár, svið ofv. Við hjálpum þér að útfæra hvað þarf af tækjum köplum og tengjum til að dæmið gangi upp.
Við getum séð um allan tæknipakkann fyrir þig ef þú vilt. Sviðshönnun, uppsetningu og niðurtekt búnaðar og flutning.
Þegar viðburðir eru orðnir stórir í sniðum borgar sig oft að fá viðburðarfyrirtæki að borðinu. Á Íslandi eru frábær viðburðarfyrirtæki sem skipuleggja viðburðinn þinn frá A-Ö. Við erum vanir að vinna með þeim öllum.
Sérverkefni
Við erum lausnamiðaðir og það er fátt skemmtilegra en metnaðarfullar hugmyndir.
Dæmi um verkefni sem við höfum gert eru tónleikar á Esjunni, kappaksturskeppni uppi á jökli, kvikmyndasýning í helli, skautsvell í miðborg Reykjavíkur og tónleikar í íshelli.

Hönnun & ráðgjöf
Luxor býður uppá hönnun og ráðgjöf fyrir þinn viðburð sama hver stærðin er.
Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu á framleiðslu viðburða og er ekkert verkefni of lítið eða stórt fyrir okkur.



Tækjaleiga
Luxor rekur öfluga tækjaleigu sem er með réttan búnað fyrir þitt verkefni.
Luxor leggur sig fram við það að hafa alltaf nýjasta og besta búnaðinn í boði fyrir viðskiptavini okkar sama hvert verkefnið er.



Uppsetning & frágangur
Við aðstoðum við uppsetningu og frágang á þínum viðburði.



Stórir & smáir viðburðir
Allir viðburðir eru mikilvægir fyrir okkur, sama hver stærðin á honum er.

Sjónvarps & kvikmyndalausnir
Luxor hefur áratuga reynslu á sjónvarps og kvikmyndalausnum.
Við höfum komið að verkefnum svo sem Idol, X-Factor, Voice Ísland og Kötlu svo fátt eitthvað sé nefnt.



Streymi
Árið 2020 hefur fengið okkur öll til að hugsa í lausnum og eitt af því sem hefur verið allra vinsælast hjá okkur er að streyma viðburðum hvort sem það eru ráðstefnur, brúðkaup, jarðafarir eða tónleikar.
“Hvort sem það eru tónleikar á toppi Esjunnar, rennibraut niður Skólavörðustíg eða skautasvell í miðbænum þá er það Lúxor sem hjálpar okkur við að gera það að veruleika”