Iceguys 2024
Iceguys tónleikarnir voru snilld! Luxor græjaði öll tæki og má þar nefna 280 ljós, 120 sviðspalla, 116 fermetra af LED skjá og d&b KSL tónleikahljóðkerfi til að tónleikagestir njóti sem mest.
Vignir Örn Ágústsson verkefnastýrði, og Teitur hélt utan um hljóðpartinn. Snillingarnir Ingvar Jónsson hljóðblandaði og Anton Kroyer Jr. lýsti með Orra og Egill sá um alla videokeyrslu.
Við þökkum Paxal kærlega fyrir samstarfið og að treysta okkur fyrir þessu verkefni. Einnig þökkum við öllum snillingunum sem tóku þátt í þessu, hljóð-, video-, og ljósamönnum. Og auðvitað Orra tæknistjóra, Stellu sem rokkaði sviðslúkkið, og svo að sjálfsögðu hljómsveitin Iceguys sem eru allir snillingar.
Ljósmyndir frá Magnús Stefán Sigurðsson
Takk fyrir að velja Luxor