Staðlar
Við hjá Luxor viljum starfa í sátt við samfélagið og umhverfið okkar. Með því að samþætta sjálfbærni og samfélagslega ábyrga starfsemi stuðlum við að arðsemi og vexti til framtíðar til hagsbóta fyrir samfélag, viðskiptavini, starfsfólk og hluthafa.
Luxor stuðlar að sjálfbærni og vernd umhverfisins með því að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar með ábyrgri og meðvitaðri nýtingu auðlinda.
Luxor leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja að þjónustan sé aðgengileg og í takt við þarfir og vilja viðskiptavina. Starfsánægja er mikilvæg forsenda ánægðra viðskiptavina. Luxor tryggir með góðum starfsaðstæðum að vera ávallt í fararbroddi og ráða til sín framúrskarandi starfsfólk. Luxor hefur í heiðri grundvallar mannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum.
Luxor fylgir þeim lögum og reglum sem um starfsemi okkar iðnaðar gilda. Leitast er við að stjórnarhættir séu í samræmi við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Luxor hefur skýra stefnu um að vinna gegn peningaþvætti, glæpastarfsemi og spillingu.
Áhersla Luxor í sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti. Eftirfarandi fimm markmið tengjast helst okkar starfsemi:
- Heilsa og vellíðan,
- Sjálfbær orka
- Góð atvinna og hagvöxtur,
- Nýsköpun og uppbygging
- Ábyrg neysla og framleiðsla
Við eigum í góðu samstarfi við okkar viðskiptavini og byggjum þjónustu okkar upp á áratuga reynslu starfsfólksins okkar. Við viljum að við séum eftirsóknarverður vinnustaður.