Fara á efnissvæði
Stjórnin - Stöð 2

Við græjum þetta

Luxor er fyrirtæki í fremstu röð í tæknilausnum og þjónustu fyrir skemmtana- og sjónvarpsiðnaðinn á Íslandi.

Verkefnin
343748862 630907332414472 4604251002459373290 N (1)

Við keyrum þetta af stað

Viðburðaþjónusta

Hvort sem þú ert að skipuleggja ráðstefnu, gala-kvöld, sjónvarpsupptöku, hátíð eða stórtónleika, þá sér Luxor til þess að tæknin standi undir tilefninu.

Við bjóðum heildarlausnir í hljóði, lýsingu, mynd, LED-skjám og sviðstækni, þar sem fagmennska og áreiðanleiki eru í forgrunni. Teymið okkar vinnur náið með skipuleggjendum, framleiðendum og listafólki til að tryggja hnökralausa framkvæmd – allt frá fyrstu hugmynd að lokaatriði.

Luxor þjónustar helstu viðburðafyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og framleiðendur landsins, auk fjölda fyrirtækja og stofnana sem vilja að tæknin virki fullkomlega í hvert skipti.

Hvort sem verkefnið er lítið eða stórt þá græjum við þetta

“Hvort sem það eru tónleikar á toppi Esjunnar, rennibraut niður Skólavörðustíg eða skautasvell í miðbænum þá er það Luxor sem hjálpar okkur við að gera það að veruleika”

Karen Ósk Markaðsstjóri Nova
1C9A3058

Við leigjum græjur

Tækjaleiga

Hjá Luxor færðu allt sem þú þarft til að gera viðburðinn þinn að veruleika. Hvort sem þú ert að halda tónleika, ráðstefnu, upptöku eða einkaviðburð – þá eigum við lausnina.

Við leigjum út hljóðkerfi, ljós, svið, skjávarpa, LED skjái, myndavélar, stjórnbúnað og fjölmargt fleira. Þú getur annaðhvort sótt búnaðinn sjálfur, eða fengið hann afhentan og settan upp af okkar fagfólki – allt eftir því sem hentar þér best.

Kíktu á leiguvefinn okkar og sjáðu hvað við höfum upp á að bjóða.
Ef þú finnur ekki nákvæmlega það sem þú leitar að – hafðu endilega samband, við finnum lausnina saman.

Ég set eitt skilyrði þegar ég leita mér að tækjum og þjónustu, það er að tækin séu góð og þjónustan sé góð. Þar er Luxor fremst meðal jafningja.

Ingi Bekk Hönnuður
488026398 1263551042438459 8560767395374099286 N

Sumum hentar betur að kaupa en að leigja

Tækjasala

Hjá Luxor finnur þú faglegar lausnir í hljóði, mynd og lýsingu – hvort sem þú ert að setja upp nýtt fundarherbergi, uppfæra sviðskerfi eða hanna nýtt upptöku- og útsendingarumhverfi.

Við bjóðum upp á vönduð tæki frá leiðandi framleiðendum á borð við Robe, Riedel, Absen, Panasonic, DiGiCo, d&b og fleiri.
Okkar sérfræðingar aðstoða þig við að velja, hanna og innleiða kerfi sem virkar áreiðanlega og er sniðið að þínum þörfum – hvort sem um er að ræða litla uppsetningu eða flókið kerfi fyrir atvinnunotkun.

Heyrðu í okkur í 550-1400 eða með línu á sala@luxor.is – við finnum bestu lausnina saman.

Vörumerkin okkar

Settu þig í samband og við skoðum málið saman

Við erum með teymi sem mun veita þér og þínum fyrsta flokks þjónustu.

Bóka viðburð
Guy Gray Block

Athugið

Ekki er hægt að blanda saman leigu- og kaupvörum í körfunni. Vinsamlegast kláraðu núverandi pöntun fyrst.