Við keyrum þetta af stað
Viðburðaþjónusta
Hvort sem þú ert að skipuleggja ráðstefnu, gala-kvöld, sjónvarpsupptöku, hátíð eða stórtónleika, þá sér Luxor til þess að tæknin standi undir tilefninu.
Við bjóðum heildarlausnir í hljóði, lýsingu, mynd, LED-skjám og sviðstækni, þar sem fagmennska og áreiðanleiki eru í forgrunni. Teymið okkar vinnur náið með skipuleggjendum, framleiðendum og listafólki til að tryggja hnökralausa framkvæmd – allt frá fyrstu hugmynd að lokaatriði.
Luxor þjónustar helstu viðburðafyrirtæki, sjónvarpsstöðvar og framleiðendur landsins, auk fjölda fyrirtækja og stofnana sem vilja að tæknin virki fullkomlega í hvert skipti.
Hvort sem verkefnið er lítið eða stórt þá græjum við þetta